Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn

Safnast hafa 1.589.501 kr.

Úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það hefur verið metnaður Barnaspítalasjóðs frá stofnun hans 1942 að börn hafi aðgang að bestu lækningatækjum og aðbúnaði sem til er á hverjum tíma. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.

 

Í Reykjavíkurmaraþoninu 2019 söfnuðust 5,3 miljónir á hlaupastyrk.is upp í kaup á ljósalömpum fyrir Vökudeildina til að meðhöndla gulu hjá nýburum og fullburða börnum. Í desember 2019 var veittur 7,6 milljóna styrkur úr Barnaspítalasjóði til kaupa á ljósalömpum.

 

Á þessu ári hefur Barnaspítalasjóður m.a. gefið eftirfarandi styrki að verðmæti 22 milljóna kr.:

  • Heyrnarmæli - 1.611.022 kr.
  • Mæla fyrir koltvísýring í útöndunarlofti barna í öndunarvél - 1.069.059 kr.
  • Magaspeglunartæki - 3.199.806 kr.
  • Berkjaspeglunartæki - 1.467.800 kr.
  • Færanlegt ómskoðunartæki - 3.951.612 kr.
  • Loftvegsbúnað - 1.977.742 kr.
  • Tvo kolsýringsnema - 1.069.059 kr.
  • Endurlífgunarborð - 2.535.595 kr.
  • Tvær holsjármyndavélar - 2.309.161 kr.
  • Ýmis hjálpartæki fyrir Móavað 9 - 3.000.000 kr.

 

Í ár söfnum við fyrir sjö „Highflow“ tækjum að verðmæti 4.800.000 kr. sem veita aukinn stuðning við börn með öndunarörðugleika og minnka þörf fyrir ýmsar inngripsmeiri aðgerðir. Þessi tæki munu koma til með að gagnast börnum á öllum þjónustustigum hvort sem er á bráðadeild, legudeild, Vökudeild eða á gjörgæsludeild.

Þitt þrek er okkar styrkur.

Takk fyrir stuðninginn!

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar og facebook síðu.

Á facebook erum við með lokaðan hlaupahóp fyrir hlauparana okkar.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 394
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
113
293.000 kr.
250
1.212.501 kr.
31
84.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 66
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

128.500kr.
100%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

0kr.
100%

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur