Maraþonið er lang-mikilvægasta fjáröflunin í okkar starfi og styrkurinn sem kemur til okkar fer í Minningarkassaverkefnið.
" ...minningarkassinn.. gaf okkur tækifæri á að safna minningum um litla engilinn okkar. Við gátum tekið leirmót af fallegu táslunum hennar og fengum við mæðgur alveg eins armbönd sem fylgja okkur alla tíð ásamt fleirri fallegum gjöfum."
Á facebook erum við með lokaðan hóp fyrir okkar hlaupara:
https://www.facebook.com/groups/1333175693439673/
Gleym mér ei styrktarfélag hefur með ykkar styrk:
- Gert gagngerar endurbætur á duftreiti fyrir fóstur sem staðsettur er í Fossvogskirkjugarði.
- Gefið tvö rúm og náttborð til meðgöngu- og sængurlegudeildar Landspítalans
- Gefið svefnsófa inná Kristínarstofu sem tileinkuð er andvana fæðingum
- Haldið minningarstundir þann 15 október í sex ár víðsvegar um landið.
- Gefið yfir 280 minningarkassa fyrir foreldra að taka með heim af fæðingardeildinni.
- Gefið kælivöggur til meðgöngu- og sængurlegudeildar Landspítala, Akureyri og Akranes, Barnaspítalans og Útfararstofu Reykjavíkur.
- Gefið út barnabók fyrir systkini sem missa
- Gefið útfararföt fyrir lítil börn
- Staðið fyrir fræðslu um hreyfingar á meðgöngu, bæði fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk
- unnið að sameiginlegu starfi félagasamtaka syrgjenda, Sorgarmiðstöð.
Nánari upplýsingar á gleymmerei-styrktarfelag.is. Hér má skoða facebook síðuna okkar.
#gleymmerei #gleymmérei #stillstanding