Villikettir dýraverndunarfélag

Safnast hafa 63.000 kr.

Villikettir voru stofnaðir fyrir fimm árum. Starfsemi félagsins hefur aukist mikið og eru nú útibú á sex stöðum á landinu.

Aðal tilgangur félagsins er að sporna við fjölgun villikatta með TNR aðferðinni. TNR stendur fyrir trap-neuter-return, sem þýðir að villingar eru fangaðir, geldir og síðan sleppt aftur á sitt heimasvæði. Sjálfboðaliðar Villikatta sjá svo um matargjafir og aðhlynningu.

Félagið hefur að auki séð um að fanga vergangsketti og bjarga umkomulausum kettlingum. Vergangskettir eru auglýstir og ef enginn eigandi finnst, er þeim fundið nýtt heimili.

Villikettir eru sjálfboðaliðasamtök. Samtökin þurfa því að treysta á velvild dýravina til að halda rekstri sínum gangandi. Með vaxandi starfsemi fylgir aukin þörf fyrir fjármagn.

 

 

 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 23
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
8
15.000 kr.
11
36.000 kr.
4
12.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur