Dagur - Hjálpartækjasjóður Dags Kára

Safnast hafa 0 kr.

• Dagur Kári Kristinsson er lífsglaður 13 ára strákur sem elskar útivist og að leika við vini sína. Hann er með CP, sem í hans tilfelli lýsir sér í mjög lágri vöðvaspennu og þroskaskerðingu auk flogaveiki. Dagur Kári situr ekki uppréttur nema með stuðningi og á erfitt með að halda höfði. Hann talar ekki og tjáir sig  með svipbrigðum og hljóðum.

• Markmið félagsins er að safna fé til þess að létta líf hans, auka möguleika hans á að læra og þroska sig og veita honum gleði. 

• Þeim sem standa að félaginu er einnig umhugað um að safna fé til að styrkja Dag Kára til sjálfstæðis til framtíðar,  þannig að hann geti notið sín og búið við fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur