Astma- og ofnæmisfélag Íslands

Safnast hafa 0 kr.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað árið 1974 og hér þá Astma- og ofnæmisfélagið. AO talar máli fólks með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, loftgæða- og umhverfismála, kennslumála og aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu en einnig til Evrópusambandsins í gegnum Evrópsku sjúklingasamtökin (EFA). Félagið er fjölmiðlum ráðgefandi um ofangreind málefni og tekur þátt í umræðum líðandi stundar í fjölmiðlum og smærri nefndum og hagsmunahópum. Félagið stendur einnig fræðslu og námskeiðum um málefni tengd astma og ofnæmi til að mynda fræðslufundir með læknum og yfirgripsmikil námskeið um eldun ofnæmisfæðis fyrir fólk í mötuneytum, eldhúsum og móttökueldhúsum í leik- og grunnskólum og mötuneytum. Félagið á aðild að Samtökum íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), Öryrkjabandalagi Íslands og norrænum samtökum sjúklinga með astma og ofnæmi sem og Evrópusamtökum um astma, ofnæmi og öndunarfrærasjúkdóma (EFA).

Skrifstofa félagsins er að Síðumúla 6, 108 Reykjavík (í húsi SÍBS) og sinnir starfsmaður félagsins erindum þar á mánudögum kl. 9-15. Styrktarsjóður félagsins styrkir rannsóknir og starfsþjálfun heilbrigðisstarfsfólks á sviði astma og ofnæmis. Félagið er öllum opið og eru félagsgjöld fyrir árið 2020 kr. 3000, hálft gjald fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja. Heimasíða félagsins er www.ao.is.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur