Helsta markmið félagsins er að styðja við menntun bágstaddra stúlkna í Úganda, og hefur gert það síðustu 17 árin í samstarfi við Candle Light Foundation þarlendis. CLF rekur grunn- og verkmenntaskóla fyrir ungmenni sem hafa hrökklast úr námi, vegna ýmissa ástæðna líkt og foreldramissis, fátæktar eða skorts á tækifærum. Í skólanum er boðið upp á bóklegt nám auk hárgreiðslu, fatasaums, matreiðslu og tölvukennslu, sem eykur tækifæri nemenda til atvinnu eða frekara námi síðar, og þannig sjálfstæðs lífs. Félagið hefur frá stofnun stutt yfir 2000 stúlkur til náms.