ADHD samtökin

Safnast hafa 284.000 kr.

Í meira en 30 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

 

Þjónusta ADHD samtakanna er til reiðu fyrir alla landsmenn en í samtökunum eru hátt í 3000 félagsmenn. Aðildin gildir fyrir alla fjölskyldu viðkomandi, enda eru oft margir í sömu fjölskyldu með ADHD.

 

Líklega glíma allt að 20.000 einstaklingar við ADHD á Íslandi í dag - 8000 börn og 12.000 fullorðnir, mjög margir sem ekki hafa fengið greiningu eða úrræði við hæfi sem gætu stórbætt lífsægði og dregið verulega úr ýmsum samfélagslegum kostnaði; brottfalli úr skólum, vímuefnanotkun, einelti, örorku, lyfjanotkun og ýmiskonar heilbrigðisvanda.

 

ADHD samtökin veita félagsmönnum, öllum almenningi, opinberum stofnunum og fagfólki ýmiskonar ráðgjöf, fræðsluefni og upplýsingar, öllum að kostnaðarlausu og standa jafnframt fyrir öflugu námskeiðahaldi, fræðslufundum og útgáfustarfsemi.

 

Með þínum stuðningi viljum við og getum við, eflt þetta starf enn frekar - öllum til heilla.

 

Í ár munu velunnarar ADHD samtakanna hlaupa undir merkjum #teamADHD, #takkADHD og #snillingar og við fögnum hverjum nýjum þátttakanda.

 

Allir sem hlaupa fyrir ADHD samtökin fá flottann hlaupabol frá samtökunum sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig í Team ADHD á hlaupastyrkur.is getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið hvorn bolinn sem þú vilt - sjá mynd.

 

Við hvetjum alla velunnara Team ADHD einnig til að melda sig í hlaupahóp okkar á Facebook - bæði þá sem hlaupa fyrir samtökin og þá sem vilja hvetja þá og styðja. Slóðin er hér: Hlaupahópur Team ADHD

 

Hlaupabolir ADHD samtakanna

Allir með - #teamADHD #snillingar #takkADHD

 

Hægt er að fræðast og fylgjast með starfi ADHD samtakanna á heimasíðunni, á Facebook og Instagram.

 

Takk fyrir stuðninginn!

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 108
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
31
81.000 kr.
69
180.000 kr.
8
23.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 18
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur