Intersex-Ísland

Safnast hafa 59.000 kr.

Intersex Ísland berst fyrir mannréttindum fólks með ódæmigerð kyneinkenni á Íslandi.

Intersex börn eru oft látin sæta óafturkræfum inngripum í líkama þeirra til þess að aðlaga þau að ríkjandi normum um karl og kven líkama. Slík inngrip hafa verið skilgreind sem mannréttindabrot af nefndum Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, upprætingu misréttis gegn konum, réttindi fatlaðra, pyntinga, grimmrar og ómannúðlegrar meðferðar. 

Evrópuráðið og Evrópusambandið hafa bæði gefið út þingsályktunartillögur þess efnis að breyta þurfi núvernadi meðferðarformi og tryggja þurfi mannréttindi intersex fólks innan heilbrigðiskerfisins. 

Samtök á borð við Amnesty International og Human Rights Watch hafa á undanförnum árum gefið út skýrslur um stöðu mannréttinda intersex fólks.  Í árbyrjun birtu Amnesty International og Amnesty Ísland skýrslu um stöðu intersex fólks á Íslandi.  Hana má finna hér.

Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar stendur 


"Ríkisstjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu."

Þegar löggjöf um kynrænt sjálfræði var að lögum í Júní 2019 voru réttindi intersex fólks ekki fest í lög hér á landi heldur verður sett á fót nefnd til að ræða nákvæmt orðalag þeirrar verndar. Því er hætt við að börn með ódæmigerð kyeinkenni muni áfram sæta inngripum í líkama þeirra byggðum á útlitslegum, sál-félagslegum eða félagslegum gildum. 

Mikið starf er fyrir höndum til að fræða betur almenning, tilvonandi foreldra og fagfólk um þarfir og raunveruleika fólks með ódæmigerð kyneinkenni á Íslandi. 

Velunnarar Intersex Íslands hlaupa undir myllumerkjunum #líkamlegfriðhelgi #verndumbörn #veljumsjálf. 

Hægt er að hafa samband við Intersex Ísland í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á intersex@ssamtokin78.is

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 20
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
1
2.000 kr.
10
39.000 kr.
9
18.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

17.000kr.
100%

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur