Styrktarfélag Jónu Ann

Safnast hafa 2.600.500 kr.

Vinkona okkar Jóna Ann Pétursdóttir hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við ristilkrabbamein. Á þessum tíma hefur Jóna undirgengist fjölda skurðaðgerða, geisla- og lyfjameðferða.

Þessi langa og stranga barátta hefur reynst Jónu, Magga og börnunum fjórum erfið og vegna veikindanna hefur Jóna ekki getað stundað reglubundna vinnu.

Fjölskyldan hefur tekist á við þetta verkefni með aðdáunarverðum hætti og af miklu æðruleysi.

Til að létta undir með fjölskyldunni fjárhagslega höfum við ákveðið að hlaupa til góðs fyrir Styrktarfélag Jónu Ann og langar okkur að hvetja alla sem vilja leggja málefninu lið að bætast í hópinn eða heita á hlaupara sem hlaupa fyrir félagið.

Styrktarfélagið hefur auk þess stofnað styrktarreikning þar sem tekið er við frjálsum framlögum. Reikningsnúmerið er 537-26-200971 og kennitala styrktarfélagsins er 580719-1550

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 327
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
60
157.000 kr.
243
2.323.000 kr.
24
120.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 55
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur