Gleðistundir Styrktarsjóður

Safnast hafa 25.000 kr.

Gleðistundir er styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu, stofnaður 2011.   Eigendunum, Erlu og Jónasi er velferð barna sérlega hugleikin og þá sérstaklega þeirra barna sem heyja baráttu við erfiða sjúkdóma. Við vitum að peningar einir og sér lækna engin mein en þeir geta oft létt undir þar sem að það er oft kostnaðarsamt að leita lækninga auk þess sem tekjutap foreldra virðist einnig óhjákvæmilegt. Hlutverk sjóðsins er því að styðja við eða styrkja málefni sem tengjast börnum. Megin uppspretta þess fjármagns sem rennur í sjóðinn eru frá iðkendum Ungbarnasunds Erlu því að 250 kr af hverju námskeiðisgjaldi fara í hann.

 

Við höfum úthlutað um hver áramót síðan árið 2011 og erum mjög spennt að taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons í fyrsta sinn árið 2019.  Sendu Ungbarnasundi Erlu endilega skilaboð ef þú veist af fjölskyldu sem Gleðistundir gæti stutt við bakið á, á þessu ári.

Nánari upplýsingar: https://ungbarnasunderlu.is/gledistundir-styrktarsjodur

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 9
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
3
11.000 kr.
6
14.000 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur