Vinir Ólavíu - Styrktarfélag

Safnast hafa 4.900.528 kr.

Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad er lífsglöð 5 ára stelpa frá Akranesi. 
Ólavía greindist með heilaæxli þann 3.júní 2019 sem var svo fjarlægt með skurðaðgerð tveimur dögum síðar. Því miður kom í ljós að æxlið var illkynja stjarnfrumuæxli af gráðu 4. Af þeim sökum þarf Ólavía því að gangast undir erfiða lyfja- og geislameðferð sem mun taka rúmt ár. Hún byrjar á því að fara í 6 vikna lyfja- og geislameðmerð þar sem hún þarf að fara í geisla alla virka daga á þessu tímabili og eftir að því lýkur tekur við ein lyfjagjöf á mánuði í rúmt ár.

Þeir sem þekkja Ólavíu vita að hún er algjör nagli og hún mun rúlla þessu verkefni upp. Ólavía á stóra fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á henni. Fjölskyldan á Akranesi samanstendur af foreldrum Ólavíu, Liv Ásu Skarstad og Þorkeli Kristinssyni og systkinum hennar, Huldu Margréti 26 ára, Olgu Katrínu 19 ára, Kristni Hauki 14 ára, Stefáni Ágústi 7 ára og Sylvíu Clöru 3 ára.Vinir Ólavíu - Styrktarfélag er hugsað til þess að styðja við og létta undir með fjölskyldu Ólavíu á þessum erfiðu tímum.  Tekjumissir er eitthvað sem enginn á að hafa áhyggjur af í veikindum barna sinna. Það eru margir sem vilja hjálpa og leggja sitt af mörkum og því ætlum við nokkur að hlaupa fyrir Ólavíu í Reykjavíkurmaraþoninu og safna fyrir fjölskylduna. Að sjálfsögðu er öllum boðið að hlaupa með okkur eða bara koma, hvetja og vera með. 

Hér er hlaupahópurinn hennar Ólavíu á facebook: 
https://www.facebook.com/groups/453294648793335/ 

    

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 1017
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
256
679.000 kr.
666
3.919.528 kr.
95
302.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 170
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

128.500kr.
100%
125.000kr.
100%
122.000kr.
100%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

53.000kr.
100%

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur