Friðrik Helgi

Safnast hafa 68.000 kr.

Friðrik Helgi er 14 ára yndislegur strákur með sjaldgæfan ónæmissjúkdóm (HIES). Hann er mikill húmoristi, alger tölvusnillingur og er vinur vina sinna.

Sjúkdómurinn hefur haft víðtækar afleyðingar sem lýsir sér þannig að hann fær stöðugar sýkingar víðsvegar á líkamanum ásamt mjög slæmu exemi. Hann hefur á sinni stuttu ævi farið í hátt í 200 aðgerðir til að hreinsa eitla sem hafa vaxið á stærð við límónu. Hann getur ekki stundað íþróttir og hefur misst mikið úr skóla. Nú er hann staddur í Newcastle, Englandi, í beinmergsskiptum. Transplantið á að duga til að exemið hverfi og þessar stöðugu sýkingar, en hann mun því miður ekki læknast af sjúkdómnum þó einkennin minnki. 

Vinir Friðriks stofnuðu félagið til að létta honum og fjölskyldunni lífið. Friðrik elskar að ferðast en hann hefur lítið getað ferðast sökum veikindanna. Við vonum að með komandi tíð muni hann geta ferðast meira með fjölskyldunni og notið lífsins eins og 14 ára drengir eiga að gera. 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 20
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
8
27.000 kr.
12
41.000 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur