Krabbameinsfélag Suðurnesja

Safnast hafa 100.000 kr.

 
Helstu tekjur félagsins, fyrir utan rekstarstyrk frá Krabbameinsfélagi Íslands sem greiðir helming af launum starfsmanna og verkefnisstyrk sem gerir okkur kleift m.a. að halda námskeið fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur, eru félagsgjöldin og styrkir sem félaginu bárust frá félagasamtökum og einstaklingum. Sú velvild og sá stuðningur sem allir þessir fjölmörgu aðilar sýna okkur er ómetanlegur og gerir okkur kleift að styðja á margvíslegan hátt við bakið á þeim íbúum á okkar félagssvæði sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Öllum þessum aðilum færum við innilega þakkir. Án þessa stuðnings væri þetta ekki mögulegt.
 
 
Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað 15. nóvember 1953 og eru félagsmenn um 950 talsins.
 
Félagið heldur úti stuðninginshópnum Hressar konur og er stefnan að stofna hóp fyrir karlmenn og aðstandendur.
Félagið veitir stuðning og fræðslu til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.
 
Skrifstofan að Smiðjuvöllum 8 er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12-16.
Formaður félagsins er Hannes Friðriksson og starfsmaður Sigríður Erlingsdóttir.
Sími 421-6363. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12:00-16:00. Styrktarreikningur 0121-26-1525 kt. 431095-2469
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 24
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
18
72.000 kr.
6
28.000 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur