Brakkasamtökin - BRCA Iceland

Safnast hafa 542.000 kr.

Markmið Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA stökkbreytingu í geni og arfgengum krabbameinum.  Brakkasamtökin hafa það að leiðarljósi að veita BRCA arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning.

Félagið stendur vörð um hagsmuni BRCA arfbera og beitir sér fyrir eflingu þeirrar þjónustu sem BRCA arfberum stendur, eða á að standa, til boða. 

Í maí var opið hús á vegum samtakanna þar sem ný heimasíða var opnuð: https://www.brca.is

Fjölbreyttur hópur fólks leggur til efni á heimasíðuna og á opna húsinu voru kynntar nýjustu rannsóknir og stöðu í erfðamála varðandi arfgeng krabbamein. Á heimasíðunni má finna fjölbreytt fræðsluefni fyrir BRCA arfbera og fjölskyldur þeirra, m.a. má finna upplýsingar um hvar sé hægt að fara í erfðapróf, undirbúningur fyrir aðgerðir og hvernig hægt er að ræða við börn og unglinga um BRCA. Brakkasamtökin munu halda áfram að vinna efni fyrir heimasíðuna, fá efni frá íslenskum og erlendum fræðimönnum og leggja sig fram við að miðla fræðiefni á aðgengilegan hátt. 

Í fyrra stóðu Brakkasamtökin fyrir sinni fyrstu ráðstefnu: Á BRAKKANN AÐ SÆKJA - Alþjóðleg ráðstefna um BRCA og arfgeng krabbamein.  Brakkasamtökin vonast til að geta haldið aðra alþjóðlega ráðstefnu haustið 2020 og fengið til landsins fræðimenn víða að úr heiminum til að kynna nýjar niðurstöður og rannsóknir í krabbameinsrannsóknum. 

Facebook síða Brakkasamtakanna https://www.facebook.com/brakkasamtokin/

#brakkasamtokin #brcaiceland

 

 

 

 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 151
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
52
116.000 kr.
96
420.000 kr.
3
6.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 26
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur