Minningarsjóður Einars Darra

Safnast hafa 1.880.500 kr.


Einar Darri Óskarsson, 18 ára ungur dásamlegur drengur í blóma lífsins var bráðkvaddur á heimili sínu þann 25 maí 2018 vegna lyfja eitrunar.

Við, fjölskylda og vinir Einars Darra stofnuðum minningarsjóð í nafni hans sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda.

Ákveðið var af forsvarsmönnum minningarsjóðs Einars Darra, að byrja á því að einblína á forvarnir og varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi og þá sérstaklega á meðal ungmenna, allt niður í nemendur í grunnskóla. Áhyggjur um slíkan vanda er viðloðandi í íslensku samfélagi og virðist sem um sé að ræða nokkurskonar tísku fyrirbrigði og breytt neyslumynstur. Læknar, lögreglumenn, starfsmenn bráðamóttökunnar, starfsmenn Landlæknisembættisins, útfarastofa, sjúkraflutningamenn, SÁÁ og aðrir sem við höfum rætt við og þekkja til málsins hafa tekið undir áhyggjur okkar af þessu málefni og þekkja það af eigin raun. Algengt er þó að almenningur og sér í lagi ungmenni geri sér ekki grein fyrir því hversu skaðleg, ávanabindandi og lífshættuleg slík lyf eru og hversu algeng slík misnotkun er hér á landi. 

Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir þjóðarátakinu #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.

Markmið þjóðarátaksins #egabaraeittlif

  • Sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna, með áherslu á lyf
  • Opna umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi
  • Auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja
  • Opna umræðu um vöntun á bættum meðferðarúrræðum

Til að ná fram ofangreindum markmiðum hefur verið unnið í ýmsum verkefnum og önnur eru í vinnslu. Öll verkefnin eru og verða unnin með fagmennsku og kærleika í fyrirúmi. Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna inn á heimasíðunni www.egabaraeittlif.is 

Við tókum þá ákvörðun að hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst 2018 og munum gera slíkt hið saman núna í ágúst 2019. Við munum hlaupa í minningu elsku fallega stráksins okkar og allra þeirra dýrmætu einstaklinga sem hafa látist vegna eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum.
Öll áheitin fara í verkefni sem stuðla að markmiðum þjóðarátaksins Ég á bara eitt líf.
 
ÁFRAM VIÐ ÖLL 💪❤️
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 538
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
165
456.000 kr.
348
1.350.000 kr.
25
74.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 90
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

192.000kr.
100%
56.000kr.
100%
21.000kr.
100%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

6.000kr.
89%

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur