Styrktarsjóðurinn Traustur vinur

Safnast hafa 3.007.500 kr.

Vinur okkar, Heimir, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóm sem kallast Corticobasal Degeneration (CBGD). Þetta er alvarlegur sjúkdómur sem m.a. hefur áhrif á hreyfi- og talgetu. Þróun sjúkdómsins hefur verið hröð hjá Heimi og hann hefur í ferlinu þurft að endurskoða viðhorf sitt til lífsins.  Veikindi Heimis hafa haft í för með sér verulega breytingu fyrir alla fjölskylduna og kalla á mikil óvænt og ófyrirséð útgjöld. Þau þurfa þess vegna á  fjárhagslegum stuðningi að halda.

Styrktarsjóðurinn Traustur vinur starfar samkvæmt lögum nr. 19/1998 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Í stjórn sjóðsins sitja Júlíus Jónasson, Þóra Sigfríður Einarsdóttir, Andri Þór Guðmundsson og Kristján Pálsson. Um tilgang sjóðsins segir í 5. gr. :


"Tilgangur sjóðsins er að styðja fjárhagslega við bakið á Heimi Jónassyni, kt. 130466-5409 og fjölskyldu hans vegna veikinda hans. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um framlög úr sjóðnum eftir fjárhagslegum þörfum fjölskyldunnar hverjum sinni. Eignum sjóðsins skal varið til hvers kyns framfærslu Heimis og fjölskyldu hans, til kaupa á eignum sem tengjast þörfum Heimis og fjölskyldu hans á hverjum tíma og eftir atvikum til niðurgreiðslu á skuldum fjölskyldunnar.”

Við þökkum þér fyrir hlýhuginn í garð okkar trausta vinar og minnum á að hver einasta króna skiptir máli og ekkert framlag er of smátt. Eins vekjum við athygli á að framlög í sjóðinn eru frádráttarbær frá skatti fyrir lögaðila.

Með þakklæti fyrir stuðninginn,

Júlíus, Andri, Þóra og Kristján

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 495
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
129
393.000 kr.
335
2.504.500 kr.
31
110.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 83
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur