FUNI, félag um forvarnir, eru frjáls félagasamtök áhugafólks um vímuvarnir sem vilja efla forvarnastarf um skaðsemi vímuefna, á og rekur Forvarnamiðstöðina sem er leiðandi fræðslu- og ráðgjafastöð um forvarnaverkefni sem byggja á áratuga reynslu og þekkingu félagsmanna.
Unnið er að markmiðum félagsins með því...
- að safna og halda til haga þekkingu og fræðsluefni um tóbaks- ávana- og vímuefnamál, forvarnir og heilsueflandi verkefni.
- að fræða um skaðsemi vímuefnaneyslu, skipuleggja markvisst forvarnastarf meðal barna og unglinga m.a. með miðlun í fyrirlestrum, samfélagsmiðlum og öðrum virkum leiðum hverju sinni.
- að eiga frumkvæði að verkefnum í forvörnum sem byggist á virkri þátttöku og samtakamætti milli skóla, heimila og einstaklinga.
- að veita ráðgjöf um virkar forvarnir og úrræði gegn vímuefnavanda.