Týri og Bimbó

Safnast hafa 249.000 kr.

Félagið Týri og Bimbó var stofnað í minningu Ástríðar Ránar Erlendsdóttur sem lést í september 2014 aðeins 22 ára að aldri.
Daginn sem Ástríður hefði orðið 25 ára gaf móðuramma Ástríðar, Ástríður eldri, út barnasögur með það að markmiði að safna fé fyrir ungt fólk sem villst hefur af brautinni. Sögurnar eru af þeim félögum Týra og Bimbó, tveimur hundum sem búa við Esjurætur, sem lenda í ýmsum ævintýrum.

Markmiðið með stofnun félagsins um Týra og Bimbó er að styðja við ungt fólk sem er í neyslu ávana- og fíkniefna og veita þeim aðstoð við að komast aftur á rétta braut í lífinu.

Fíknisjúkdómur er sjúkdómur sem snertir okkur öll, fer ekki í manngreiningarálit og er mikil vá í okkar samfélagi.

Verkefnið er einkaframkvæmd í minningu ástvinar sem vonandi ýtir við yfirvöldum og hvetur þau til að gera meira en nú ert gert fyrir unga fólkið okkar.

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 86
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
20
50.000 kr.
65
196.000 kr.
1
3.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 15
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur