Hugrún geðfræðslufélag

Safnast hafa 262.000 kr.

Hugrún - geðfræðslufélag var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans, geðheilbrigðiskerfinu og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. 

Stærsta verkefni Hugrúnar ár hvert er að ferðast um landið og halda geðfræðslufyrirlestra í framhaldsskólum.
Auk þess hefur félagið hefur staðið fyrir fræðslukvöld í Háskóla Íslands, greinaskriftaátak í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins, fræðslu og kynningum í félagsmiðstöðvum, fyrir foreldra- og nemendafélög auk þess sem Hugrún heldur út virkri vefsíðu (gedfraedsla.is) þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar tengdar andlegri heilsu. Árið 2018 gaf Hugrún út herferðina #huguð, veftímarit sem ætlar er að stuðla að opinni umræðu um geðraskanir og er aðgengilegt í gegnum heimasíðuna. Þá reynir Hugrún að ná til ungmenna með ýmsum hætti og um þessar myndir birtir Hugrún góð ráð fyrir bætta geðheilsu á instagram síðunni @gedfraedsla.

Allur ágóði rennur í fræðslu ungmenna um geðheilbrigði.  

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 82
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
19
44.000 kr.
51
195.500 kr.
12
22.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 14
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur