Hjálpartækjarsjóður Sindra

Safnast hafa 12.000 kr.

Sindri er 10 ára gamall yndislegur strákur sem fæddist með Warburg-Micro heilkennið (WMS). Þetta heilkenni er gríðarlega sjaldgæft og eru líkurnar á að greinast með það 1:230.000.000. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem greinist með WMS og það eru undir 100 tilfelli þekkt í sögunni.

WMS hefur áhrif á þroska miðtaugakerfisins: Sindri fæddist með ský á augasteinum og þurfti að fjarlægja augasteina hans þegar hann var 2 mánaða, hann notar núna gleraugu með styrkleika +22 og hefur um 10% sjón.  Sindri er einnig með lága vöðvaspennu sem veldur því að hann hefur mjög lítinn kraft í baki og fótum ásamt því að fínhreyfingum er mjög ábótavant. Í dag fer Sindri ferða sinna í hjólastól.

Sindri glímir einnig við andlega þroskahömlun og er töluvert langt á eftir jafnöldrum sínum í andlegri getu. Hann hefur að auki verið greindur með einhverfu sem hingað til hefur ekki verið tengd við heilkennið.

Þrátt fyrir allt það sem hefur verið lagt á Sindra er hann hress strákur sem hefur gaman af lífinu og tilverunni og er Hjálpatækjasjóður Sindra hugsaður til þess að styðja við sjálfstæði Sindra í framtíðinni. 

Við hvetjum alla sem vilja styðja við þetta góða málefni að heita á hlaupara Hjálpatækjasjóðs Sinda og bjóðum öllum hlaupurum að bætast í hópinn. 

Við erum,, Vinir Sindra''

 

 

 

 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 3
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
1
5.000 kr.
2
7.000 kr.
0
0 kr.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur