Minningarsjóður Jennýjar Lilju

Safnast hafa 1.621.500 kr.

Í ár ætlar Minningarsjóður Jennýjar Lilju að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 24.ágúst nk, og verða áheitin nýtt til að kaupa lyfjadælur fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þennan búnað óskuðu áhafnir þyrlnanna eftir. Við höfum sett okkur það markmið að ná að safna fyrir fjórum lyfjadælum og þá verða tvær dælur í hvorri þyrlu fyrir sig, en mikil þörf er á slíkum búnaði um borð í þyrlur Landhelgisgæslunnar.  

Fjórar dælur kosta rúmlega 1.400.000kr-

 

Lyfjadælur eins og þessar henta öllum sjúklingum en þá sérstaklega þegar flytja þarf slösuð eða veik börn. Dælurnar auka öryggi í lyfjagjöfum þar sem hægt er að stilla skammtastærðir nákvæmlega og geta þá áhafnir þyrlnanna einbeitt sér að öðrum þáttum í umönnun sjúklingsins.

Hér má lesa meira um þessar lyfjadælur ;

https://www.bbraun.com/en/products-and-therapies/infusion-therapy/automated-infusion-systems/space-infusion-pumps.html#

Jenný Lilja lést af slysförum í oktober 2015 þá aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnaði sjóðinn til að heiðra minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa.

Lesa má meira um sjóðinn inn á heimasíðu: www.minningjennyjarlilju.is eða á facebook síðu sjóðsins, www.facebook.com/minningarsjodurjennyijarlilju

 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 429
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
123
309.000 kr.
284
1.246.000 kr.
22
66.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 72
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

115.000kr.
100%
76.000kr.
76%
38.000kr.
84%
20.000kr.
16.000kr.
100%
15.000kr.
35%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur