Framtíðar Bylgja

Safnast hafa 0 kr.

Bylgja Björt Axelsdóttir er 6 (alveg að verða 7) ára snillingur með Downs!
Nokkrir velunnarar Bylgju tóku sig saman árið 2015 og stofnuðu styrktarsjóð sem hefur það eina markmið að styðja við framtíðar sjálfstæði Bylgju. Tækifæri fólks með Downs eru oftar en ekki takmörkuð vegna kostnaðar frekar en færni og getu einstaklinganna. Sjóðurinn ætlar að gefa Bylgju tækifærið til að byggja sér sitt eigið fjárhagslega sjálfstæði, óháð ríki, sveitarfélögum eða foreldrum. Eiga tækifæri á að geta gert hluti sem við teljum sjálfsagða eins og fjárfesta í bíl eða búa sér sitt eigið heimili.
Í ár ætla nokkrir úr Framtíðar Bylgjunni að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Við hvetjum alla þá sem vilja styðja við þetta frábæra málefni að heita á hlauparana okkar, einnig bjóðum alla hlaupara velkomna til að hlaupa fyrir hönd þessa verðuga málefnis.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur