Hjólað óháð aldri

Safnast hafa 0 kr.

Í gegnum Hjólað óháð aldri viljum við efla lífsgæði íbúa á hjúkrunarheimilum um allt land. Við aðstoðum hjúkrunarheimilin við að eignast góð og rafknúin 3ja manna reiðhjól og bjóðum svo íbúunum að koma hjólandi út í samfélagið; njóta þess að finna vind í vanga; sýna sig og sjá aðra. 

Í dag eru komin hjól á 19 hjúkrunarheimili um allt land auk þess sem Hjólað óháð aldri á eitt hjól sem allir hafa aðgang að. Sjálfboðaliðar, aðstandendur og starfsmenn hjúkrunarheimilanna setjast í Hjólarasætið en íbúarnir í farþegasætið. Samveran, frelsið og ánægjan - bæði fyrir Hjólara og farþega, er einstaklega gefandi. Hjálpumst að við að leyfa fleirum að njóta. 

Það geta allir skráð sig sem Hjólara í Hjólað óháð aldri. Við leiðbeinum öllum til virkni innan hjúkrunarheimilanna og við hjálpumst að við fyrstu hjólatúrana. Best er að senda okkur tölvupóst á hjolafaerni@hjolafaerni.is, skoða heimasíðunar okkar www.hoa.is eða hringja í 864 2776 fyrir nánari upplýsingar. 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur