Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar

Safnast hafa 14.000 kr.

Markmið hjálparliðasjóðsins er að aðstoða hreyfihamlaða að ferðast með því að greiða fyrir aðstoðarmann.

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, var stofnaður árið 1997 með það að markmiði að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Markmið sjóðsins er að gera hreyfihömluðum einstaklingum  kleift að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli, en til að slíkt sé mögulegt fyrir marga þurfa þeir að hafa hjálparliða (aðstoðarmann/konu) meðferðis og greiða ferðakostnað viðkomandi sem eðlilega er stór útgjaldaliður. Hjálparliðastjóðurinn getur létt aðeins undir með því að veita umsækjendum styrk vegna hjálparliða á ferðalögum.

Frá stofnun sjóðsins hafa margir styrkir verið veittir. Því miður hefur sjóðurinn ekki neinar fastar tekjur umfram ávöxtun sjóðsins sem er ekki mikil.

Sumarið 2005 fór Kjartan Jakob Hauksson hringferð sinni kringum landið á árabát um leið og hann safnaði fé fyrir sjóðinn og varð þar til grunnur að sjóðnum sem á því tímapunkti var nær tómur. Þá var 2016 fyrst hlaupið fyrir Hjálparliðasjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu og er vonast til að þarna sé komin góð tekjulind fyrir sjóðinn. 

Okkur vantar fleiri einstaklinga til að hlaupa undir okkar merkjum og hvetjum alla sem vilja leggja hreyfihömluðum lið að merkja við Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar og hlaupa í hans nafni.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 4
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
3
4.000 kr.
0
0 kr.
1
10.000 kr.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur