UNICEF á Íslandi

Safnast hafa 728.977 kr.

Hlauptu fyrir baráttu UNICEF gegn ofbeldi á börnum á Íslandi! Öll áheit í Reykjavíkurmaraþoninu 2019 renna í átak okkar gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. 

 

Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Á Íslandi búa 80.383 börn og fleiri en 13.000 af þeim verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, sum hver daglega.

 

Við viljum stöðva feluleikinn sem á sér stað í kringum ofbeldi gegn börnum á Íslandi og köllum eftir byltingu fyrir börn. Með því að hlaupa til styrktar UNICEF styður þú þá baráttu. 

 

Við höfum þegar sent leiðbeiningar á meira en 10 þúsund íslendinga sem hafa skrifað undir á unicef.is og ætlum okkur að fræða alla landsmenn um hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á barni gegn ofbeldi. Auk þess munum við halda áfram að þrýsta á stjórnvöld að standa vaktina. Við höfum þegar náð í gegn að stjórnvöld stofni Ofbeldisvarnarráð og nú þrýstum við á sveitarfélög landsins að innleiða viðbragðsáætlun gegn ofbeldi. Við munum ekki hætta fyrr en öll 72 sveitarfélög landsins hafa stigið skrefið. 

 

Hægt er að lesa meira um átakið og skrifa undir undirskriftarlista hér: https://feluleikur.unicef.is/

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Heimasíða félagsins er unicef.is.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 236
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
65
152.000 kr.
158
542.977 kr.
13
34.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 40
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

18.000kr.
100%
10.000kr.

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur