UNICEF á Íslandi

Safnast hafa 38.390 kr.

Hlauptu fyrir Jemen! Öll áheit í Reykjavíkurmaraþoninu 2019 renna í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen.

Eftir þrjú ár af átökum ríkir gífurleg neyð í Jemen, einu fátækasta ríki heims. Nú er svo komið að Jemen er einn versti staður í heimi til að vera barn og nánast hvert einasta barn í landinu þarfnast neyðaraðstoðar.

UNICEF vinnur að því að koma hjálpargögnum til barna og fjölskyldna þeirra í Jemen, bólusetja þau gegn sjúkdómum, vinna gegn vannæringu, halda börnum í skóla og útvega þeim hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu. Auk þess setjum við upp barnvæn svæði þar sem börn geta leikið sér í öruggu umhverfi og fengið sálræna aðstoð.

Hægt er að lesa nánar um störf UNICEF í Jemen hér: https://unicef.is/jemen

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Heimasíða félagsins er unicef.is.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 8
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
8
38.390 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur