Tilvera, samtök um ófrjósemi

Safnast hafa 0 kr.

Tilvera, sem stofnuð var árið 1989,  eru hagsmunasamtök fyrir einstaklinga og pör sem þurfa á tæknifrjóvgunum að halda, veitir almenna fræðslu og er stuðningsnet fyrir félagsmenn og aðstandendur.  1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi en ófrjósemi er skilgreint sem sjúkdómur sem þungt er að bera í hljóði og vill Tilvera opna umræðu og auka skilning í þjóðfélaginu.

Helstu baráttumál Tilveru eru að Ríkið taki meiri þátt í niðurgreiðslu á meðferðum líkt og á hinum Norðurlöndunum. Félagið stofnaði árið 2017 styrktarsjóð í þeim tilgangi að styrkja einstaklinga og pör sem eiga ekki rétt á niðurgreiðslu glasa- eða smásjármeðferða.

Áheitin sem safnast í Reykjavíkurmaraþoninu eru eyrnamerkt ákveðnum verkefnum hverju sinni.

Á heimasíðu samtakanna, www.tilvera.is eru ýmsar upplýsingar. Tilvera er einnig með LIKE síðu á Facebook

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur