Styrktarsjóður gigtveikra barna

Safnast hafa 173.000 kr.

Á hverju ári greinast um 10 til 14 börn á Íslandi með alvarlega gigtarsjúkdóma og í mörgum tilvikum þurfa þau að kljást við sjúkdóminn til langframa. Styrktarsjóður gigtveikra barna hefur það að markmiði að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum, tómstundastarfs og hjálpartækjakaupa en í ár er ætlunin að safna pening til kaupa á ómtæki fyrir Barnaspítala Hringsins. Þetta ómtæki verður ætlað til skoðunar á gigtveikum börnum og mun auðvelda til muna greiningu og skoðun á börnum með gigt.  Sjóðurinn er sjálfstæð sjálfseignarstofnun stofnuð í ársbyrjun 2014.
Heimasíða félagsins er www.gigt.is.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 46
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
23
64.000 kr.
23
109.000 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur