Samtökin 78

Safnast hafa 710.469 kr.

Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.  Þau standa fyrir öflugu ráðgjafar-og fræðslustarfi, ásamt því að reka virka félagsmiðstöð ungmenna, félagsheimili, skrifstofu og gallerý í húsnæði sínu. Samtökin '78 hafa frá upphafi sínu verið öflugt pólitískt afl til verndar mannréttindum hinsegin fólks á Íslandi.


Hlaupastyrkurinn árið 2019 rennur beint til ráðgjafaþjónustunnar okkar, en ásóknin í ráðgjöf hefur aukist til muna undanfarin ár. Hjá Samtökunum '78 starfa alls sjö ráðgjafar, þar af sex fagmenntaðir ráðgjafar auk eins lögfræðings, sem eru sérhæfð í hvers kyns hinseginleika. Ráðgjöfin okkar er ókeypis og opin öllum, en til okkar sækir gjarnan hinsegin fólk, aðstandendur þeirra og fagaðilar sem vinna með hinsegin fólki. Að auki hefur aðsókn hinsegin hælisleitenda og flóttafólks aukist til muna á síðastliðnum árum.

 

Flestir sem leita sér ráðgjafar eru að takast á við mál sem tengjast kynhneigð og kynvitund á einhvern hátt. Margir eiga við kvíða, þunglyndi og/eða félagslega einangrun að stríða og einnig geta verið vandkvæði í samskiptum við fjölskyldu. Eins hefur það færst í aukana að fagaðilar og stofnanir leiti til ráðgjafanna um ráð og upplýsingar.

 

 Á starfsárinu 2018-2019 nýttu sér 211 manns ráðgjöfina okkar og voru viðtölin samtals 516. Að meðaltali gerir það 2,4 viðtöl á hverja manneskju. Hins vegar er fjöldinn sem hlýtur ráðgjöf hjá Samtökunum '78 töluvert meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem einnig eru starfræktir virkir stuðningshópar sem ekki eru taldir með en eru vel sóttir.

 

Með því að heyra á hlauparana okkar styrkir þú þar með hinsegin fólk sem leitar til okkar, af öllum aldri, hinseginleika og stöðu, ásamt því að hjálpa okkur að halda ráðgjöfinni fríkeypis. 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 217
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
73
147.000 kr.
133
539.469 kr.
11
24.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 37
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur