Samtökin 78

Safnast hafa 0 kr.

Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.  

Hlaupastyrkurinn verður notaður til að efla ráðgjafaþjónustu okkar. Ásókn í ráðgjöf hjá Samtökunum ´78 hefur aukist mikið að undanförnu. Árið 2014 tóku ráðgjafar okkar 80 ráðgjafarviðtöl en árið 2015 voru þau um 150 talsins. Árið 2016 tóku ráðgjafar svo á móti rúmlega 200 einstaklingum í ráðgjöf og árið 2017 voru tímarnir orðnir yfir 350.

Ein skýring á þessari aukningu er að hinsegin fólk kemur nú yngra út úr skápnum en áður sem er marks  um opnara samfélag. Þessu fylgir þó að einstaklingarnir þurfa oft talsverðan stuðning t.d. í samskiptum við skóla og fjölskyldu sína. Þar koma ráðgjafar okkar við sögu en stór hluti þeirra sem leita hennar eru unglingar. Ráðgjöfin er ókeypis og öllum opin. Til þess að svo megi vera áfram þætti okkur vænt um að þú heitir á okkur! 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur