MS-félag Íslands

Safnast hafa 1.540.000 kr.

MS-félag Íslands þakkar kærlega veittan stuðning. Áheitasöfnunin er mikilvægur þáttur í tekjuöflun félagsins.

 

Við hvetjum alla til að minna vini og ættingja á áheitasöfnunina, einnig á samfélagsmiðlunum. Við póstum reglulega hvatningu á okkar fésbókarsíðu og saman náum við góðum árangri!

 

Hvatningarstöðin okkar er við Olís, Ánanaustum (Granda). Þar verður rífandi stemming, dans og fjör. Allir hlauparar eru hvattir vel áfram en þó sérstaklega hlaupararnir okkar 😊

 

Í ár er fyrirhugað að nota áheitin til að standa straum af kostnaði við kynningarefni sem fræðir fólk um ósýnileg einkenni MS-sjúkdómsins ásamt því að renna styrkari stoðum undir hina ýmsu þjónustu sem félagið veitir félagsmönnum sínum, s.s. sálfræðiþjónustu og styrkja ungt fólk með MS til náms. Í húsi félagsins er starfrækt MS Setrið sem er dagþjónusta og endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn, aðra taugasjúkdóma, s.s. MND og Parkinson, og fólk í endurhæfingu eftir heilablóðfall eða aðra sjúkdóma og slys.  Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðunni www.msfelag.is og fésbókarsíðunni okkar MS-félag Íslands   

 

Hægt er að nálgast borða hjá okkur með merki félagsins til að merkja sig á hlaupdegi. Einnig eigum við takmarkað magn af armböndum, derum, bolum og húfum sem hlauparar geta nálgast endurgjaldslaust á skrifstofu félagsins virka daga milli kl. 10 og 15 meðan birgðir endast. 

Lógó

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 395
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
99
248.000 kr.
275
1.236.531 kr.
21
55.469 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 66
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

60.000kr.
100%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur