Krýsuvík meðferðarheimili

Safnast hafa 343.837 kr.

Krýsuvíkur samtökin voru stofnuð 24. apríl 1986, og eru því 33 ára á árinu, þau eru samtök einstaklinga og fyrirtækja sem hafa það að markmiði, að starfrækja Meðferðarheimilið í Krýsuvík, til hjálpar þeim einstaklingum, sem ánetjast hafa vímuefnum og misst stjórn á lífi sínu. Megin áherslan er hjálp til sjálfshjálpar fyrir vímuefnaneytendur. Krýsuvíkursamtökinn eru meðlimur í European Federation of Therapeutic Communities. Allir ráðgjafar hjá Meðferðarheimilinu eru með alþjóðleg IC&RC réttindi í vímuefnaráðgjöf á sviði fíknisjúkdóma. Það er fyrir tilstuðlan félaga og fyrirtækja í samtökunum að Krýsuvík gengur, öll framlög hafa í gegnum árin gert það að verkum að Meðferðarheimilið Krýsuvík er enn til staðar fyrir vímuefnaneytendur. Nánari upplýsingar eru að finna á www.krysuvik.is og https://www.facebook.com/medferdarheimilid.krysuvik/?fref=ts

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 105
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
24
49.000 kr.
77
287.837 kr.
4
7.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 18
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur