Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda

Safnast hafa 6.805.456 kr.

Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð sem vinnur að endurhæfingu og velferð þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þverfaglegur hópur fagaðila starfa á sviði heilbrigðis-og félagsþjónustu hjá Ljósinu. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt, andlegt og félagslegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá eins og viðtöl, líkamlega endurhæfingu, sálfélagslegan stuðning, stuðning til vinnu og virkni auk jafningastuðnings.
Nánari upplýsingar á www.ljosid.is

Hlauparar eru hvattir til að koma í hlaupahópinn okkar á FacebookLjósið - Reykjavíkurmaraþon

 

ÁRLEGA PASTAVEISLAN  - 19. ÁGÚST KLUKKAN 17:00 Í LJÓSINU :

Ljósið býður maraþonhlaupurum, aðstandendum og klöppurum í fræðandi pastaveislu.

Mánudaginn 19. ágúst klukkan 17:00 ætlum við að bjóða uppá pastasalat og fræðandi fyrirlestur fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Í ár ætlar Gunnar Ármannsson, hlaupagarpur, að fjalla um hlaup og krabbamein en sjálfur greindist hann með ólæknandi blóðkrabbamein 38 ára gamall. Gunnar hefur hlaupið yfir 35 maraþon auk þess að hafa klárað fimm ultra-hlaup, sem eru enn lengri vegalengd og er því hafssjór af fróðleik og innblæstri fyrir okkur öll.

Einnig munum við afhenda öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka íþróttaboli merkta Ljósinu.

Hlauparar, aðstandendur og klapparar hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 1549
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
402
1.128.000 kr.
1056
5.384.456 kr.
91
293.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 259
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

130.000kr.
100%
115.000kr.
76%
114.000kr.
100%
74.000kr.
74%
25.000kr.
50%
24.000kr.
24%
23.000kr.
5.000kr.
5.000kr.
10%
5.000kr.
3.000kr.
10%
3.000kr.
30%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

156.000kr.
58%
149.000kr.
40%
11.000kr.
100%
45.000kr.
100%

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur