Ljónshjarta

Safnast hafa 6.000 kr.

Ljónshjarta er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Stuðningsfélagið Ljónshjarta var stofnað í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að að veita jafningjastuðning, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru. Félagið skapar vettvang fyrir samverustundir og býður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem félagsmenn og börn félagsmanna hittast og njóta þess að vera saman.

 

Þið finnið okkur á Facebook og Instagram: ljonshjartasamtok

 

Heimasíða félagsins er www.ljonshjarta.is

 

Hlauparar eru hvattir til að koma í hlaupahópinn okkar á Facebook:  https://www.facebook.com/groups/171704570185328/

 

Komið við á básnum okkar í Laugardalshöll. Þar fá Ljónshjarta hlauparar merkta boli og annar skemmtilegur varningur er í boði .

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 2
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
2
6.000 kr.
0
0 kr.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur