LÍF styrktarfélag

Safnast hafa 1.049.250 kr.

Viltu hjálpa okkur að endurnýja vöggurnar á fæðingarvaktinni og á sængurlegudeild kvennadeildarinnar?

 

Vöggurnar sem nú eru í notkun eru komnar mjög til ára sinna. Undanfarið hefur meðgöngu- og sængurlegudeildin verið að prófa nýja vöggu sem hægt er að stilla á alla mögulega vegu. Það er til dæmis hægt að hækka hana til að hægt sé að renna henni yfir rúm mæðra sem geta ekki haldið á börnum sínum vegna meðal annars veikinda eða keisaraskurðar. Það er líka hægt að hækka höfðalag vöggunnar sem hjálpar nýburum sem kljást við ógleði eftir fæðingu.

 

Okkur langar fátt meira en að geta keypt 25 nýjar vöggur en hver vagga kostar um 125 þúsund krónur. Hver hlaupari skiptir því máli eins og hvert áheit. 

 

Við hvetjum öll sem hlaupa fyrir LÍF að sækja um aðgang að hópi okkar á Facebook með því að smella HÉR 

 

LÍF styrktarfélag, var stofnað 7. desember 2009 og fagnar því 10 ára afmæli á árinu. Tilgangur félagins er að styðja við og styrkja kvennadeild Landspítalans með því að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa
umönnun vegna kvensjúkdóma. 

 

Við þökkum öllum hlaupurum sem hlaupa fyrir LÍF sem og öllum sem heita á þá. Saman bætum við kvennadeildina okkar. 

 

Fylgdu okkur á Facebook

Heimasíða félagsins er www.lifsspor.is

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 287
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
75
200.000 kr.
184
771.250 kr.
28
78.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 48
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur