Kattavinafélag Íslands

Safnast hafa 0 kr.

Kattavinafélag Íslands var stofnað 28. febrúar 1976. Tilgangur félagsins er að vinna að betri meðferð katta og standa vörð um að kettir njóti lögverndar sem gildandi dýraverndunarlög mæla fyrir um og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti.

Kattavinafélagið opnaði Kattholt í júlí 1991, sem er athvarf fyrir heimilislausa ketti og tekur árlega á móti fjölda óskilakatta. Flestir þeirra eru ógeltir og ómerktir. Reynt er eftir fremsta megni að finna eigendalausum köttum góð heimili.

Heimasíða félagsins er kattholt.is

Kattavinafélag Íslands og Kattholt eru á Facebook.

Einnig á Instagram og Snapchat: #kattholtskisur

 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur