Villikettir dýraverndunarfélag

Safnast hafa 0 kr.

Megin tilgangur félagsins er að láta sig varða velferð útigangs- og villikatta á Íslandi. Félagið er rekið í sjálfboðavinnu dýravina. 
Félagið sér um að fanga og gelda kettina skv. TNR (Trap-neuter-return) og þar með fækka villiköttum og bæta lífsgæði þeirra villikatta sem eru skjólstæðingar okkar. Með hjálp sjálfboðaliða eru skipulagðar fæðugjafir og byggð skjól, kettlingum bjargað inn og þeim fundin heimili.  

Einnig höfum við komið að 3 mjög stórum málum þar sem við björguðum um 250 köttum af 3 heimilum, útveguðum þeim læknisþjónustu og fundum ný heimili. Og svo hafa komið upp nokkur smærri álíka mál þar sem kattahaldið fer úr böndunum :(

Hægt er að leggja hönd á plóg með því að hafa samband við félagið í gengum FB síðu félagsins www.facebook.com/villikettir. 
Villikettir eru líka með Snapchat sem er mjög vinsælt, þar sýnum við frá daglegu starfi félagsins - notandinn er:  villikettir  
Einnig erum við á Twitter og Instagram :  villikettir
Heimasíða félagsins er svo á slóðinni www.villikettir.is
 
Í ár leggjum við áherslu á að safna peningum í húsnæðiskaupasjóð. Villikettir eiga ekki húsnæði en þörfin fyrir að eiga húsnæði hefur aukist ár frá ári og nú erum við í verulegri þörf fyrir húsnæði undir starfssemina sem hefur vaxið mikið sl. 2 ár.

 

 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur