CLF á Íslandi

Safnast hafa 0 kr.

Helsta markmið félagsins er að styðja við menntun bágstaddra stúlkna í Úganda, og hefur gert það síðustu 15 árin í samstarfi við Candle Light Foundation þarlendis.  CLF rekur verkmenntaskóla fyrir stúlkur sem af mismunandi ástæðum hafa hrökklast úr námi, stundum vegna foreldramissis, stundum vegna fátæktar eða annarra samfélagslegra ástæðna. Í skólanum er boðið upp á ýmis fög, t.d. hárgreiðslu, fatasaum og bakstur, sem eykur möguleika stúlknanna á atvinnu eða frekara námi og þannig standa á eigin fótum. Verkmenntaskólinn hefur veitt þessum stúlkum von og tækifæri sem annars væru ekki til staðar.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur