Minningarsjóður Einars Darra

Safnast hafa 6.015.870 kr.


Einar Darri Óskarsson, 18 ára ungur dásamlegur drengur í blóma lífsins var bráðkvaddur á heimili sínu þann 25 maí síðastliðinn eftir ofneyslu lyfsins OxyContin.

Við, fjölskylda og vinir Einars Darra erum búin að stofna minningarsjóð í nafni hans sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda.

Ákveðið hefur verið af forsvarsmönnum minningarsjóðs Einars Darra, að byrja á því að einblína á forvarnir og varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi og þá sérstaklega á meðal ungmenna, allt niður í nemendur í grunnskóla. Áhyggjur um slíkan vanda er viðloðandi í íslensku samfélagi og virðist sem um sé að ræða nokkurskonar tísku fyrirbrigði og breytt neyslumynstur. Læknar, lögreglumenn, starfsmenn bráðamóttökunnar, starfsmenn Landlæknisembættisins, útfarastofa, sjúkraflutningamenn, SÁÁ og aðrir sem við höfum rætt við og þekkja til málsins hafa tekið undir áhyggjur okkar af þessu málefni og þekkja það af eigin raun. Algengt er þó að almenningur og sér í lagi ungmenni geri sér ekki grein fyrir því hversu skaðleg, ávanabindandi og lífshættuleg slík lyf eru og hversu algeng slík misnotkun er hér á landi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lyfjafræðingi hjá Landlækni þann 13 júní 2018 þá höfðu 25 einstaklingar látist af völdum fíkniefna og þar af er stór hluti tilfella af völdum lyfseðilsskyldra lyfja á borð við OxyContin. Þann 12 apríl mátti telja 19 tilfelli, slíkar upplýsingar fengust frá starfsmanni Landlækni.

Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.

Markmið baráttunnar #egabaraeittlif

  • Sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna, með áherslu á lyf
  • Opna umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi
  • Auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja
  • Opna umræðu um vöntun á bættum meðferðarúrræðum

Til að ná fram ofangreindum markmiðum verður unnið í ýmsum verkefnum sem nú þegar er byrjað að vinna að og verður verkefnið kynnt á næstunni. Verkefnin eru skipulögð af skipulagshóp sem hefur að geyma meðlimi frá margbreytilegum starfstéttum í samfélaginu, er breiður aldurshópur en eigum við það sameiginlegt að vilja öll láta gott af okkur leiða. Öll verkefnin eru og verða unnin með fagmennsku og kærleika í fyrirúmi. Að auki við meðlimi skipulagshópsins þá hefur fengist verulegur stuðningur og aðstoð úr öllum áttum úr samfélaginu frá gríðamörgum einstaklingum sem eru og munu leggja verkefnunum lið, þar á meðal er stórfjölskyldan, vinir, starfsfólk úr ýmsum starfsstéttum í samfélaginu, þekktir einstaklingar, fyrirtæki, félög og fleiri.

Við tókum þá ákvörðun að hlaupa, í minningu elsku fallega stráksins okkar og safna í leiðinni áheitum í Minninarsjóðinn, fyrir komandi forvarnaverkefni.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 1778
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
559
1.398.000 kr.
1116
4.345.370 kr.
103
272.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 297
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

455.075kr.
100%
378.000kr.
103.000kr.
100%
52.000kr.
100%
47.500kr.
100%
39.000kr.
100%
30.000kr.
30%
23.000kr.
100%
21.000kr.
84%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

40.000kr.
100%
0kr.
39%

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur