Fatimusjóður

Safnast hafa 204.001 kr.

FATIMUSJÓÐUR var stofnaður 14. febrúar 2005 af Jóhönnu Kristjónsdóttur til að styðja börn í Jemen til náms.

Fatimusjóður fékk nafn sitt frá unglingsstúlkunni Fatimu í Jemen sem er fátækasta ríki Arabaheimsins. Jóhanna kynntist stúlkunni þegar hún vann að bókinni Arabíukonur. Hún hafði hætt námi vegna þess að ekki voru efni til að halda úti skóla í þorpinu hennar auk þess sem hún þurfti að vinna fyrir tekjum.

Fatimusjóðurinn vildi leggja þessum börnum og ungmennum lið og á árunum 2005 - 2011 styrkti hann hundruð barna í Jemen til náms samhliða því að greiða laun kennara og kaupa tæki og búnað fyrir skóla.

Frá árinu 2011 hefur stríðsástand í Jemen gert það að verkum að erfiðara hefur verið að sinna hjálparstarfi við nám og hefur neyðarhjálp til barna og fjölskyldna verið í forgangi. Sjóðurinn fór samhliða að beina kröftum sínum að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að bætalífsskilyrði og námsaðstöðu barna sem búa við fátækt og í stríðshrjáðum löndum.

Frá 2012 hefur Fatimusjóður styrkt ýmis verkefni og nema styrkirnir samtals 64 milljónum.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 43
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
17
64.000 kr.
26
140.001 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur