Styrktarfélag Áslaugar Elvu

Safnast hafa 523.000 kr.

Áslaug Elva er fædd 19.12.1996 og verður því 22ja ára í desember, Áslaug Elva er með þroskahömlun og Downs heilkenni, hún er með einhverfu, árátturöskun og á erfitt með að tjá líðan sína. Hún er loksins komin í úrræði sem hentar henni og komin með samstarfskonu sem hefur þjálfun og reynslu í einstaklingum með einhverfu og ýmsar aðrar þroskahamlanir, Guðbjörg Ýr er okkar bjargvættur og það er alveg dásamlegt að sjá hvað þeim kemur vel saman og og hvað Áslaug Elva er glaðari og sáttari en hún hefur verið um langt skeið.

Guðbjörg Ýr nær því besta fram í Áslaugu Elvu og kemur fram við hana af virðingu og á jafningjanótum, nær að fara að henni á þann hátt sem Áslaug Elva skilur og er tilbúin að gangast við.

Þær fá til sinna umráða starfsstöð í nóvember í nýju húsnæði sem á að taka í notkun hér í Stykkishólmi og erum við mjög spennt yfir því. Þá langar okkur að geta hjálpað til við að gera það að hennar og hafa hluti þar sem hún hefur unun af og henta henni. 

Áslaug Elva hefur gaman að tónlist og tölvum, hefur tekið mikið af myndum og vídeó klippum og svo eru spil og fleiri leikir sem hún hefur gaman af.

Með því að heita á hlaupara Styrktarfélags Áslaugar Elvu tekur þú þátt kæri vinur í að gera hversdagsleik þessarar einstöku stúlku okkar enn betri og gleðiríkari :)

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 87
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
25
57.000 kr.
61
456.000 kr.
1
10.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 15
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur