Stelpur rokka!

Safnast hafa 381.000 kr.

Félagasamtökin Stelpur rokka! og Sól í Tógó taka höndum saman og  safna nú fé fyrir rekstri rokkbúða fyrir stelpur í Tógó sem munu fara fram í september nk. Einnig munu samtökin safna fyrir vetrastarfi tónlistarskóla fyrir stúlkur sem er nýstofnaður og mun starfa næsta vetur. 

Stelpur rokka! og Sól í Tógó hafa undanfarin 2 ár stutt við framkvæmd rokkbúða og tónlistarskóla fyrir stelpur í Vestur Afríkuríkinu Tógó, en enginn tónlistarskóli er starfandi fyrir ungmenni í Tógó. 

Rokkbúðirnar verða nú haldnar í þriðja sinn í september og eru það samtökun Asociación Mirlinda sem annast framkvæmdina undir styrkri stjórn tónlistarkonunnar Mirlindu Kuakuvi.  Rokkbúðirnar hafa slegið í gegn þau tvö ár sem þær hafa verið haldnar og vildu nær allir þátttakendur fyrstu rokkbúðanna sumarið 2016 koma aftur að ári, en sumarið 2017 var um helmingur þátttakenda að koma í annað sinn. Margar stúlknanna nefndu að í rokkbúðunum hefðu þær í fyrsta skipti fengið tækifæri til þess að prófa sig áfram í tónlistarstarfi á afslappaðan hátt. Margar minntust á hve óvenjulegt það væri að fá tækifæri til samveru með eingöngu stelpum og konum og hvernig sú samvera myndaði innilegt næði sem þær höfðu ekki upplifað áður.

Rokkbúðirnar í Tógó reiða sig nær alfarið á stuðning systursamtaka sinna á Íslandi. Við viljum þakka fyrir þann frábæra stuðning sem starf Stelpur rokka! hefur fengið á Íslandi og nýta þann góða meðbyr sem við höfum fundið fyrir til þess að miðla rokkorkunni áfram til systursamtaka okkar sem þurfa á okkar stuðningi að halda. 


Meginmarkmiðin með því að halda úti rokksumarbúðum fyrir stúlkur og tónlistarskóla fyrir konur og stúlkur í Tógó eru:

  • Að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að öðlast rými til tónlistarsköpunar, rými sem er oftast ætlað drengjum.
  • Að skapa jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft til tónlistarsköpunar.
  • Að styðja tógóskar stúlkur í að láta sína eigin rödd heyrast, til að þora að taka áhættu og mistakast og til setja sig í nýjar og spennandi aðstæður.
  • Að styðja við tógóskar tónlistarkonur og efla samtakamátt þeirra en þær starfa, líkt og á Íslandi, í mjög karllægu umhverfi.
  • Að koma tógóskum stúlkum í kynni við sterkar tógóskar kvenkyns fyrirmyndir í tónlist.
  • Að efla samstöðu og samhjálp meðal stúlkna og kvenna í tónlist í Tógó.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 113
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
35
72.000 kr.
71
299.000 kr.
7
10.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 19
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur