Vinir Rúnars Þórs

Safnast hafa 128.000 kr.

Rúnar Þór er 26 ára ungur fatlaður maður í hjólastól sem á stóran draum og við VINIR hans ætlum að hjálpa honum að láta drauminn rætast. Rúnar Þór er með CP fjórlömun og er í hjólastól en hann fæddist 3 mánuðum fyrir tímann og var 4 merkur/1kg. Að vera í hjólastól getur reynt mikið á, hugurinn fer oft lengra en líkamleg geta. En þá þýðir ekkert að gefast upp eins og Rúnar Þór segir, hann horfir á hindranir sem tækifæri.

Ævintýraferð til Nýja- Sjálands er næsta verkefni hjá honum. Snemma árs 2019 fer hann í 14 daga skoðunartúr um landið og til að kynnast fólkinu sem kom að gerð kvikmyndanna The Lord of the Rings/The Hobbit og þess ævintýraheims sem er honum svo ótrúlega kær. Slík ferð fyrir hreyfihamlaðann einstakling í hjólastól er mjög kostnaðarsöm og mun dýrari en ef um heilbrigðan einstakling væri að ræða. Aðalkostnaðurinn liggur í því að hann þarf sjálfur að greiða allan kostnað fyrir fylgdarmenn/hjálparaðila en Rúnar Þór þarf 3 fylgdarmenn/hjálparaðilar vegna lengd ferðarinnar.

Því er það vel við hæfi að Reykjavíkur maraþon 2018 sé hluti af lokasprettinum til að safna í ferðasjóð.

VINIR Rúnars Þórs, hvetja sem flesta að hlaupa fyrir þennan dugmikla unga mann sem er öðru ungu fólki í hjólastól mikil hvatning.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða styrktarsíðu/heimasíðu sem hann stofnaði til að safna fyrir ferðinni. Einnig er linkur á viðtal sem Stöð2 tók upp.

Stöndum saman, hlaupum fyrir Rúnar Þór í MARK

https://www.gofundme.com/2dj937ms
http://www.visir.is/g/2017170829141/runar-thor-dreymir-um-lord-of-the-rings-ferd-til-nyja-sjalands

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 29
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
10
29.000 kr.
18
94.000 kr.
1
5.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 5
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur