Arnar Jan og Thomas Orri styrktarfélag

Safnast hafa 2.613.274 kr.

Arnar Jan og Thomas Orri eru kátir 6 ára tvíburar. Þeir fæddust með sjaldgæfa tegund af hrörnunarsjúkdómnum Limb Girdle muscle distrophy type 2Q. Bræðurnir nota göngugrindur til að komast leiðar sinnar. Óljóst er hvernig sjúkdómurinn þróast en víst að síðar á lífsleiðinni þurfa þeir hjólastóla. 

Styrktarsjóðurinn er hugsaður til að styðja þessa flottu stráka í framtíðinni, m.a. með kaupum á lyftu fyrir heimilið og síðar hjólastólabíl fyrir fjölskylduna. Við hvetjum alla sem vilja styðja við bakið á bræðrunum að heita á hlaupara styrktarsjóðsins: „Arnar Jan og Thomas Orri Styrktarfélag“ — og bjóðum fleiri hlaupurum að slást í hópinn.

Arnar Jan og Thomas Orri eru langt á eftir í hreyfiþroska og þurfa aðstoð við flestar daglegar athafnir. Þeir eru einnig eftir á í andlegum þroska en þróunin þar er stöðugt upp á við. Þrátt fyrir sjúkdóminn eru drengirnir afar glaðlyndir og finnst gaman í skólanum. Þeir eiga tvo eldri bræður svo það er alltaf líf og fjör á heimilinu. 

https://www.facebook.com/groups/188386551986583/ 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 499
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
114
308.000 kr.
363
2.233.288 kr.
22
71.986 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 84
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

43.000kr.
17.000kr.
100%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur