Sjálfsbjargarheimilið

Safnast hafa 112.000 kr.

Búseta:
Markmið: Búseta með áherslu á endurhæfingu til sjálfstæðara lífs. Íbúum er veitt einstaklingsmiðuð sólarhringsaðstoð. Reynt er að koma til móts við hvern og einn í samræmi við óskir viðkomandi.  Stuðlað er að innihaldsríku lífi íbúans.
Þjónusta: Í boði eru 34 búseturými fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á aldursbilinu frá 18 til 67 ára. Um er að ræða annars vegar 10 einstaklingsherbergi, eitt með eigin baðherbergi en hin með sameiginlegri snyrtiaðstöðu. Af rýmunum 10 er tvö vegna skammtíma/endurhæfingardvalar. Hins vegar er um að ræða 24 íbúðir þar sem veitt er sambærileg þjónusta. Kallast það úrræði Sjálfstæð búseta með stuðningi.
Önnur þjónusta í boði í Sjálfsbjargarhúsinu: Íbúar sækja sjúkraþjálfun í Stjá og sundþjálfun í sundlaug Sjálfsbjargarheimilisins. Íbúar geta sótt um dagþjónustu í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins.

Þjónustumiðstöð (dagþjónusta)
Markmið: Viðhalda og efla færni notenda þjónustunnar við athafnir daglegs lífs. Styðja þá til að halda heimili og til samfélagsþátttöku á eigin forsendum. 
Áherslur: Til að viðhalda heilsunni er hverjum manni nauðsynlegt að stunda iðju sem skiptir hann máli.
Þjónusta: Þjónustan er einstaklingsmiðuð og veitt þar sem hennar er þörf, í þjónustumiðstöðinni og úti í samfélaginu, þar á meðal á heimili viðkomandi. Þjónustan er ætluð fólki sem hefur hreyfihömlun og þarf á endurhæfingu, hæfingu eða afþreyingu að halda. Aldursmörk eru 18 til 67 ára. Veitt er einstaklings- og hópþjálfun, fræðsla, ráðgjöf og tómstundaiðja er í boði.
Opnunartími: Opið alla virka daga frá 8:30 til 16:00. 

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar safnar og miðlar hagnýtum upplýsingum sem gagnast fötluðu fólki um land allt. Þekkingarmiðstöðin heldur úti einstökum upplýsingavef, býður upp á leiðsögn í gegnum kerfið og aðgengilegar upplýsingar. 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 42
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
16
25.000 kr.
23
80.000 kr.
3
7.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur