Styrktarfélag Örnu Hjaltalín

Safnast hafa 840.500 kr.

Arna Dögg Hjaltalín er fædd 13. júní árið 1991. Hún eru uppalin og búsett í Stykkishólmi.

Þann 2. nóvember 2017 greindist Arna með brjóstakrabbamein, tvær týpur HER2 og hormóna. Sama dag kemst Arna að því að hún er barnshafandi, fyrir á hún drenginn Ármann þriggja ára.

Arna byrjaði í lyfjameðferð í janúar 2018 eftir að hafa gengist undir aðgerð í nóvember þar sem annað brjóst hennar var fjarlægt.

Lyfjameðferðin er langt og strangt ferli og þarf Arna að ferðast mikið á milli Stykkishólms og Reykjavíkur, auk þess var meðgangan skilgreind sem áhættumeðganga.

Í veikindum sem þessum er mikið tekjutap bæði fyrir Örnu og manninn hennar Hafþór.

Styrktarsjóðurinn mun standa við bakið á Örnu og fjölskyldu í gegn um veikindi hennar.

 

Við gerum þetta saman!

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 154
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
61
181.000 kr.
84
633.500 kr.
9
26.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 26
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur