Meðan fæturnir bera mig

Safnast hafa 763.500 kr.

Meðan fæturnir bera mig varð til árið 2011 þegar fjölskylda hljóp hringinn í kringum Ísland til styrktar krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Ákveðið var að halda hugmyndafræðinni á bak við hringhlaupið gangandi og styrkir félagið að jafnaði eitt langveikt barn og fjölskyldu þess á ári. Að þessu sinni hefur félagið ákveðið að styðja við bakið á hinni 9 ára gömlu Brynhildi Láru og fjölskyldu hennar. Hún hefur barist við krabbamein frá því hún var nokkurra mánaða gömul. Meðlimir félagsins Meðan fæturnir bera mig hafa í mörg ár dáðst að dugnaði og æðruleysi þessarar fjölskyldu og styrkir hana með stolti. 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 199
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
71
168.000 kr.
110
543.500 kr.
18
52.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 34
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur