Pieta Ísland, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.

Safnast hafa 62.000 kr.

Pieta Ísland er sjálfsvígs  og sjálfskaða forvarnarsamtök.  Að félaginu stendur hópur einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af málefninu. Í stjórn Pieta sitja Björk Jónsdóttir formaður,  Benedikt Þór Guðmundsson, Jóhann Baldur Arngrímsson, Margrét María Sigurðardóttir og Vilhjálmur Árnason, framkvæmdarstjóri samtakanna er Sigríður Arnardóttir. 
Fyrirmyndin er sótt til Pieta House á Írlandi en þar hefur um áratuga skeið náðst einstakur árangur í sjálfsvígsforvörnum með þeim úrræðum sem Pieta House býður einstaklingum upp á. 

Pieta Ísland mun bjóða upp á þjónustu fyrir  fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Einnig verður boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur. Þá er hugmyndin að gefa út vandað kennsluefni sem skólum verður boðið uppá. Markmiðið er að opna umræðuna um sjálfsvíg, ná til fólks í sjálfsvígshugleiðingum og vinna með því auk þess að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga. Stuðlað verður að þeim bjargráðum sem eru möguleg sem forvörn en einnig lögð áhersla á stuðning og eftirfylgd ef sjálfsvíg hefur orðið. 

Reynslan segir okkur að þörf er á að bæta aðstoð og eftirfylgd vegna sjálfsvíga og að okkar mati er brýnt að gera hér bragarbót hið fyrsta. Að fylgja málum eftir er mjög mikilvægt og þannig er hægt að stuðla að heilbrigði allrar fjölskyldunnar í kjölfar alvarlegra áfalla og sömuleiðis styðja okkar samfélag í þróun bjargráða til að mæta þessum alvarlega vanda.
Pieta Ísland hyggst  í framtíðinni bjóða upp á ókeypis aðgengilega þjónustu. Einstaklingar sem munu þurfa aðstoð eiga kost á að fá þjónustu innan 24 stunda frá því að haft var
samband. Leitast verður við að stuðla að samstarfi allra aðila sem tengjast málefninu og sinna þjónustu við einstaklinga í sjálfsvígshættu/sjálfsskaða. 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 18
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
2
3.000 kr.
15
57.000 kr.
1
2.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur