Selíak- og glútenóþolssamtök Íslands

Safnast hafa 11.000 kr.

Selíak og glútenóþolssamtök Íslands voru stofnuð árið 2014. Markmið samtakanna eru meðal annars að miðla þekkingu um selíaksjúkdóminn og tengd ofnæmi og óþol, með því að hafa upplýsingar á íslensku aðgengilegar á vef félagsins. Áreiðanlegar upplýsingar og fræðsla er forsenda þess að fólk geti sjálft borið ábyrð á eigin heilsu.

Samtökin eru ung en hafa á stuttum starfstíma verið í samstarfi við ýmsar opinberar stofnanir og heilbrigðisstarfsfólk í því skyni að safna saman góðum upplýsingum og byggja upp þekkingu innan málaflokksins.

Samtökin vilja:

  • sameina selíaksjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um glútenlaust fæði
  • stuðla að fræðslu og upplýstri umræðu um selíaksjúkdóminn og tengda kvilla
  • standa vörð um hagsmuni selíaksjúklinga
  • starfa með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi

Samtökin eru í dag starfrækt af sjálfboðaliðum og halda úti heimasíðu https://gluten.is/

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 4
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
3
8.000 kr.
1
3.000 kr.
0
0 kr.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur