Erindi - samtök um samskipti og skólamál

Safnast hafa 0 kr.

Erindi - samtök um samskipti og skólamál, styðja við bakið á þeim sem eiga í samskiptavanda.

Í janúar 2016 var samskiptasetur Erindis opnað að Spönginni 37 í Reykjavík, en þar geta aðstandendur  barna og ungmenna sem eiga í eiga í samskiptavanda fengið fría ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum. Einnig hefur Erindi þjónustað skólasamfélagið með því að veita starfsmönnum, foreldrum og nemendum leiðsögn. Erindi býður jafnframt upp á ákveðin fræðsluerindi hvert skólaár en einnig geta stofnanir og félagasamtök óskað eftir aðstoð þeirra við að útvega erindi og fyrirlesara um einstök málefni.

Erindi er ekki rekið í hagnaðarskyni. Samtökin eru byggð á áhuga og eldmóði fagfólks sem starfar í fjölbreyttu skólaumhverfi og á vettvangi félagsþjónustu. Þessir aðilar þekkja mikilvægi þess að miðla fjölbreytilegri þekkingu, reynslu og sjónarmiðum í skólastarfi og vilja setja mark sitt á gæði þess. Þá leggja samtökin áherslu á að skapa samræðu á skólavettvangi sem sameinar krafta nemenda, foreldra/forráðamanna og fagfólks við að beita árangursríkum vörnum gegn hverskyns niðurbroti í samskiptum og hámarka vellíðan allra nemenda.

 

 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur