Rauði krossinn: Frú Ragnheiður - Skaðaminnkun

Safnast hafa 798.403 kr.

Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.

Starfsemin byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar  (Harm Reduction) sem beitt er víða í stórborgum Evrópu og Norður-Ameríku í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. 

 

Þjónustan í Frú Ragnheiði er tvíþætt.
Annars vegar er þar starfrækt hjúkrunarmóttaka, þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf.
Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni eru einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum til okkar í förgun. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum.

Markmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður.

Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar, einnig eru læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar.

https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/fru-ragnheidur/fru-ragnheidur

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 225
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
75
184.000 kr.
133
569.403 kr.
17
45.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 38
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur