MS- félag Íslands

Safnast hafa 1.328.082 kr.

MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, oftast á aldrinum 20-40 ára. Talið er að um 700 manns séu með sjúkdóminn hér á landi. Allt að þrefalt fleiri konur en karlar fá sjúkdóminn en ekki er ljóst af hverju. Einkennin eru margvísleg, líkamleg sem hugræn, og eru mjög einstaklingsbundin. MS er ennþá ólæknandi en miklar framfarir hafa orðið í meðhöndlun sjúkdómsins á síðustu árum.

Á skrifstofu MS-félagsins er hægt að nálgast ýmis konar fræðsluefni, upplýsingar, aðstoð og söluvöru. Mikið er lagt upp úr fræðslu, m.a. með mjög virkri vefsíðu og fésbókarsíðu, og með útgáfu tímarits, bæklinga og dreifiefnis. Boðið er upp á viðtöl og aðstoð félagsráðgjafa og stuðningsaðila, margskonar námskeið, fyrirlestra og viðburði, og íbúð til skammtímaútleigu.

Sérstakt ungmennaráð er vettvangur fyrir félagsstarf þar sem ungir/nýgreindir geta kynnst öðrum í sömu sporum, og fengið stuðning og fræðslu. Margt meira á msfelag.is og á fésbókarsíðu félagsins.

MS-félagið þakkar ómetanlegan stuðning 😊

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 384
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
102
229.000 kr.
266
1.064.082 kr.
16
35.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 64
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

79.500kr.
100%
63.000kr.
100%
60.000kr.
100%
50.500kr.
100%
4.000kr.
0%

Hlaupahópar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur